22.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

99. mál, endurgreiðsla á tillagi til símalínu (frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyrar)

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Þegar eg lít á till. þá kannast eg við, að hún hefir dálítið til síns máls. En mér þykir hún satt að segja nokkuð frekgeng, að fara fram á að endurgreiða sýslunni alt það sem hún hefir lagt til línunnar. Háttv. flutningsm. till. gerði alt of mikið úr þýðingu línunnar. Hann talaði um 4.000 kr. tekjur af henni. En það er alls ekki þessi stúfur einn sem á þær tekjur. Þær skiftast niður á línuna frá Selfossi til Reykjavíkur og línuna til útlanda. En hins vegar, ef svo mikil not eru að þessari línu, ætti Árnesingum að vera svo mikil þægð. Í henni að þeir borgu glaðir dálítið fyrir hana. Það eina sem nokkur sanngirni er í, er það, að þegar línan er orðin landssjóðs eign verði tillag sýslunnar fært niður í 1/3; en sem sagt eins og till. er nú orðuð fer hún fram á of mikið. Það hefir komið fram tillaga til rökstuddrar dagskrár, en eg hefi hugsað mér að réttast væri að deildin vísaði tillögunni, án atkvæðagreiðslu til stjórnarinnar, og vil eg gera það að tillögu minni.