21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (1380)

82. mál, viðskiptaráðunauturinn

Lárus H. Bjarnason; Hæstv. ráðherra (H. H.) fer að sjálfsögðu eftir eigin hyggjuviti í þessu efni. En úr því að fjárveitingin til viðskiftaráðunauts var bundin við nafn háttv. þm. Dal. (B. J.) eftir að hann hafði átölulaust setið á undanförnum þingum, þá er eg hæstv. ráðherra samdóma um að ekki sé löglegt að banna honum að sitja á þingi 1913.