21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (1382)

82. mál, viðskiptaráðunauturinn

Sigurður Sigurðsson:

Með því að afstaða mín til viðskiftaráðunautsstarfsins er nokkuð á annan veg heldur en komið hefir fram í umræðunum og þeirri tillögu til rökstuddrar dagskrár, sem hér liggur fyrir, skal eg leyfa mér að koma fram með aðra till. til rökstuddrar dagskrár, sem fer í þá átt, er eg helzt vildi kjósa. Eg skal ekki fullyrða, hvort tillagan sé í svo nánu sambandi við erindisbréfið, en eg lít svo á, að hún fari ekki langt frá því. Þessi till. er að nokkra leyti bygð á ummælum viðskiftaráðunautsins sjálfs, að hann gæti rækt starf sitt með því að sitja hér á landi.

Tillagan hljóðar svo:

„Í því trausti að landstjórnin sjái svo um, að viðskiftaráðunauturinn dvelji hér á landi það sem eftir er, og reki þau störf, er hún felur honum og eigi koma í bága við erindisbréf hans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá“.