16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (1404)

7. mál, yfirsetukvennalög

Bjarni Jónsson:

Eg vildi að eins gera tvær stuttar athugasemdir.

Með sveitarlimsmarkinu átti eg við almenningsálitið, sem ekki verður breytt með lögum. Það kom fram á þinginu í fyrra við umræður um kosningarrétt.

Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðherra (H. H.) sagði, skal eg láta mér nægja að taka það fram að brtill. mín er hárrétt orðuð, og býst eg við að hann sjái það við nánari athugun.

Hvað því viðvíkur, að eg sé að tala um seperatismus, þá er það orð, sem ekki þarf að nefna hér á landi, en getur kannske átt við í Færeyjum.

Í sambandi við þetta vil eg biðja þess að haft sé nafnakall um breytingartill. mínar.