19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (1409)

7. mál, yfirsetukvennalög

Bjarni Jónsson:

Þessi breyt.till. mín við 1. gr. er töluvert öðruvísi en síðast. í seinni liðnum er yfirsetukonum sem kenna eiga við yfirsetukvennaskólann gert að skyldu, að hafa starfað við einhverja barnsburðarstofnum annaðhvort hér á landi eða erlendis, en ekki það eitt látið nægja, að þær hafi lokið yfirsetukvennaprófi. Eg skil ekki hvað nefndin eða aðrir, sem þetta hafa athugað, geta haft á móti því.

Hin brtill. mín fer fram á að hækka dálitið þær tölur sem nefndin hefir lækkað. Landlæknir hefir kvartað undan því við mig, hvað kjör yfirsetukvenna yrðu bág eftir þessum lögum. Yfirsetukonur í kaupstöðum hefðu t. d. ekki eins mikið sér til lífsuppeldis og búðarstúlkur. Eg stend að eins upp til þess að vekja eftirtekt á þessu.