20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (1437)

6. mál, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík

Frams.m. (Jóhannes Jóhannesson):

Eg vildi að eins geta þess, að það er misskilningur hjá háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) að kenslan í ljósmóðurfræði sé bundin við landlæknisembættið.

Hv. 1. þm. Rv. (L. H. B.) hefir heldur ekki athugað þetta nógu nákvæmlega. Með lögum frá 1894 var kenslan í ljósmóðurfræði tekin af landlækni og lögð til læknaskólans, en honum var hinsvegar gert að skyldu að kenna við skólann. En með háskólalögunum var þessi skylda landlæknis til þess að kenna við skólann úr lögum numin. Það er því hvergi í lögum nú neitt um það, hver skuli kenna ljósmóðurfræði. Yrðu því brtill. samþ. gæti vel farið svo, að engin kensla yrði í ljósmóðurfræði.