08.08.1912
Efri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

36. mál, sala á eign Garðakirkju

Ráðherra (H. H.):

Það er mjög æskilegt, að málaleitanir eins og þessi sjeu skriflegar. Sje svo eigi, er oft hætt við, að málin verði óljós og óþarfa misskilningur slæðist inn. Jeg þykjist vita, að hæstv. fyrv. ráðherra hafi hugsað, að mál þetta gengi frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar og prófastinum til biskups og frá biskapi til stjórnarráðsins. Mundi það hafa verið hin rjetta leið.