20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (1440)

6. mál, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Br.till. hanga ekki svo náið saman að annaðhvort verði að samþykkja báðar eða hvoruga. Eg er með fyrri br.til. að kenslan skuli lögð til háskólans þegar manni verður bætt við deildina. En hins vegar álít eg rétt að landlæknir fái sómasamlega borgun fyrir kensluna á meðan hann hefir hana á hendi, og því er eg á móti seinni tillögunni. Borgunin gæti orðið alt of lítil, ef ekki er sett vist lágmark, heldur aðeins miðað við tölu nemenda.