24.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

6. mál, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Engum dettur í hug að neita því, að núverandi landlæknir sé vel fallinn til þessa starfa, en það er ekki sagt, að allir landlæknar verði það, og auðvitað er meiri trygging fyrir því að kenslan sé góð, ef hún er í höndum sérfróðs manns við háskólann en landlæknis; til landlæknisstarfsins þarf alt aðra og ólíka hæfileika, en en til kennarastarfs. Annars var óþarft af Ed. að breyta þessu; hér var ekki farið fram á að stofna neitt embætti, heldur að eins að leggja kensluna til háskólans þegar nýtt kennaraembætti við læknadeildina verður stofnað. En þessi breyting er þó ekki svo mikil að eg vilji hennar vegna leggjast móti lögunum.