19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (1490)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Jón Ólafsson:

Hr. forseti! Eg vil benda h.þm.Ak.(G.G.) á það, að eg sé ekki betur en að þessar br.till. hans séu sama efnis, og getur því ekki nema önnur þeirra komið til atkvæða. Eg vil líka benda á það, að ekkert er því til fyrirstöðu að hægt sé að afgreiða þetta frv. á þessu þingi.

Í brezka perlamentinu hafa oft verið á einum og sama degi 3 umræður um stærri mál en þetta. Eg vil vekja athygli háttv. þm. Ak. (G. G.) á því, að verði dagskrá hans samþykt, þá eru bæði málin þar með fallin, því ekki má taka upp frumvörp sama efnis og annað, sem bægt hefir verið frá með rökstuddri dagskrá. En það má líka vel afgreiða þetta frv. með afbrigðum frá þingsköpunum í báðum deildum. Eg er meðmæltur br.till. um toll á síld, sem ekki er flutt í tunnum, og álít að ástæða væri til að samþykkja frv., þótt innihald þess yrði ekkert annað en það.