19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Forseti (A. M.):

Eg neita því að málið hafi verið vóterað inn á dagskrá. Atkvæðagreiðslan stóð aðeins um það, hvort málið ætti að koma fyr til umræðu. (Lárus H. Bjarnason: Það er sama sem). Eg álít að ekkert sé því til fyrirstöðu að eg geti tekið það af dagskrá, og geri eg það því nú eftir tilmælum hæstv. ráðherra (H. H.) eins og eg hefi nálega alt af hingað til orðið við líkum tilmælum einstakra þingmanna.