19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Pétur Jónsson:

Eg vil vekja athygli á því, að í framleiðslu á fóður- og áburðar-efnum úr síld er tollvernd hér á landi með útflutningsgjaldinu á saltaðri síld. Það er 50 au. á tunnu. Það má telja að úr 13 tunnum af síld fáist 1 tn. af lýsi og 234 kg. af áburðarefni. Gjaldið af áburðar-efninu mundi vera svo sem 1 kr. og af 1 tn. af lýsi er hún 50 aurar, samkv. frv., til samans yrði því 150 kr. gjald af því, sem unnið er úr 13 tn. af síld, en á þeim er kr. 6,50 útflutningsgjald. Það er því mjög lítill hluti af tollverndinni sem tekið er burt með tolli þeim sem frv. setur, og þess vegna er eg með því.