21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Halldór Steinsson:

Eg skal að eins taka fram, að eg er eindregið andvígur þessu frv. og öllum slíkum frv., er ganga í líka átt. Það er óeðlilegt að leggja höft á atvinnuvegi, sem miða að aukinni framleiðslu í landinu. Það er undarleg tilhneiging að vilja hafa toll á sjávarafurðum, sem auk þess mestmegnis kemur niður á Íslendingum einum. Mér finst það tilhlýðilegra fyrir þingið að styrkja þessar atvinnugreinir fremur en hefta.