24.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1087 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jón Ólafsson :

Herra forseti! Það eru að eins örstuttar athugasemdir viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðherra sagði. Hann sagði að eg hefði ekki reiknað landferðirnar nema tvisvar sinnum í stað fjórum sinnum. En tölur mínar sýna, að eg hefi reiknað fjórum sinnum. Að öðru leyti skal eg geta þess, að eg hefi reiknað ferðirnar til skips og frá, eftir því sem vegalengdir eru réttar. Og í þriðja lagi skal eg geta þess, að eg hefi ferðast árlega nú síðustu árin um Suður- Múlasýslu, og mér er það kunnugt, að hestar kosta þar ekki meira en 2 kr. um daginn, og ef hestur er leigður um lengri tíma þá kostar hann 30 kr. um mánuðinn. Þó að þingmenn eigi hesta sjálfir, sýnist ekki vera ástæða til að sprengja þetta verð upp. Ferðakostnaðurinn er, eins og eg hefi sýnt, reiknaður 265—270 kr. hærra en ferðin kostar frá fjarlægasta stað. Slíkt er á engu viti bygt. Alt öðru máli er að gegna um landferðir á vetrardag.