20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

91. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Bjarni Jónsson:

Eg vildi aðeins gera nokkrar almennar athugasemdir, en hv. þm. Vestm. (J. M.) varð á undan. Mér hefir ávalt skilist svo, sem ilt sé að skapa þá stétt manna, hér á landi og yfir höfuð alstaðar, sem á latínu nefnist „delatores“. Þessi stétt er þekt úr sögu Grikkja og Rómverja, og voru þeir álitnir þær hvimleiðustu skepnur er á tveim fótum gengu og gerðu mikið ilt af sér. Litið á þetta, bæði frá reynslunni og frá almennu sjónarmiði, þá virðist vera mjög vitlítið og ilt að ala upp svona stétt, og álít eg því að bezt væri að steindrepa þetta frv. strax og láta það ekki ganga lengra.