20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (1541)

91. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Jón Magnússon:

Eg vildi að eins bæta við örfáum orðum. Eg álít það ekki órétt að greiða mönnum til baka þann kostnað, sem þeir baka sér við uppljóstur landhelgisbrota. Að það hefir ekki verið gert mun stafa af því að heimild hefir vantað til þess frá landsstjórninni. Það mætti auðveldlega greiða þennan kostnað af landsfé, og telja það undir kostnað við lögreglumál.