07.08.1912
Sameinað þing: 4. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

Prófun kjörbréfa

Framsögumaður (Guðl. Guðmundsson):

Jeg vil sem framsögumaður kjörbrjefanefndarinnar geta þess, að hún hefur haft kjörbrjef 1. þm. S.-Múl. (J. J.) til athugunar. — Þess skal og getið, að einn nefndarmaðurinn er sjúkur. — Það eru engir formgallar á því, og engin kæra hefur framkomið um kosninguna, og nefndin ræður því til, að kosningin sje samþykkt.