25.07.1912
Efri deild: 8. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

Ráðherraskipti

Ráðherra (Kr. J.):

Háttvirtri deild mun kunnugt það, er fram fór í neðri deild í gær, að því er snertir ráðherrastöðu mína. En alt að einu vil eg tilkynna hið sama hjer og jeg tilkynti þar, en það er þetta. Í fyrradag símaði jeg til konungs, og bað hann um lausn frá embætti mínu. Svo látandi svar barst mjer frá konungi í gærkvöld:

„Med Tak for Deres Virksomhed som Minister modtager jeg Demissionen; beder Dem fungere til Efterfölger udnævnt.“

Christian R.

Á íslenzku:

„Með þakklæti fyrir ráðherrastarf yðar verð jeg við beiðni yðar um lausn frá embætti. Bið yður að gegna embættinu, unz eftirmaður er skipaður.

Ráðherraskipun hefur enn ekki farið fram, og gegni jeg því embættinu ennþá. En bráðlega mun það ákveðið, hver tekur við af mjer.“

Á 8. fundi Ed., 25. júlí bað ráðherra sjer hljóðs, áður en gengið var til dagskrár, og sagði: