15.07.1912
Sameinað þing: 1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (1598)

Fyrsti fundur í sþ.

1598

Ár 1912, mánudaginn 15. júlí var hið 23. löggefandi alþingi Íslendinga sett í Reykjavík. Þingið var hið 4. aukaþing með löggjafarvaldi. Þingmenn komu saman í alþingishúsinu kl. 12 á hádegi og gengu þaðan til guðsþjónustu í dómkirkjunni. Steig Magnús Andrjesson prófastur, þingmaður Mýramanna, í stólinn og lagði út af Postulasögunni 1. kap. 6.—8. v.