06.08.1912
Neðri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (1607)

Krafa frá 13 þm. um dagskrá

Ráðherrann (H. H.):

Þetta mál tekur ekki sérstaklega til mín, eg er að eins einn af þeim 13 sem undir hafa skrifað, og álít eg þessa aðferð fyllilega réttmæta. Það virðist vera eina ráðið til þess, að koma í veg fyrir að einstaka nefndir eða einstakir menn í nefndum geti komið fram þeirri „Visnepolitik“, að kæfa mál, sem þingið vill samþykkja.