18.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

14. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Lárus H. Bjarnason:

Eg get verið skammorður eftir að eg hefi heyrt niðurlagið á ræðu hv. þm. Ak. (G. G.). Hann kvaðst ekki vera mótfallinn því, að nefnd yrði sett í málið. Að eins skal eg benda honum á það, að hér er alls ekki verið að tala um, hvort rétt sé að bregða út af gildandi stefnu í tollmálunum, heldur hitt, hvort þinginu leyfist að athuga í nefnd mál, sem er lagt fyrir það af stjórnarráðinu gjörsamlega óathugað.