13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (1644)

73. mál, almanök

Jóhannes Jóhannesson:

Eg vil að eins geta þess, að Hafnarháskóli hefir ekki fengið þetta einkaleyfi veitt með þeirri tilskipun, sem hér er verið að tala um að fella burtu. Tilskipunin ræðir ekki um annað en niðurlög þeirra manna, sem „yfirtroða“ einkaleyfi það, er Hafnarháskóli hefir til þess að gefa út almanak fyrir Ísland. Því er það, að þótt tilskipunin yrði úr lögum numin, þá heldur háskólinn einkaleyfinu jafnt eftir sem áður. Það þarf því að rannsaka, hvernig þetta einkaleyfi er tilkomið, en það hefir hv. flutningsm. alls ekki athugað.