14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

19. mál, verðtollur

Eggert Pálsson:

Þar sem framsögumaður hefir sagt af sér framsögunni og eg þekki engin ráð til þess að þvinga hann til að halda framsögunni áfram á móti vilja hans, en þykir á hina hliðina illa viðeigandi að jafn merkilegt mál sem þetta er, sé flutt framsögulaust þá vil eg sem formaður nefndarinnar leyfa mér að skora á 1. þm. Rvk. (L. H. B) að taka að sér framsöguna. Auk þess sem hann er til þess manna færastur, þá hefir hann verið skrifari nefndarinnar og flutningsmaður málsins, svo að honum er því málið vel kunnugt. Vænti eg þess að hann verði við þessum tilmælum mínum, en sé að öðru leyti ekki ástæðu til að tala frekar um málið en eg þegar hefi gert við 2. umræðu þess.