31.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

17. mál, eftirlit með þilskipum

Framsögum. (Lárus H. Bjarnason):

Eg vil þakka háttv. þm. Vestm. (J. M.) fyrir þær athugasemdir hans við frv., sem voru á rökum bygðar. Þær voru vitanlega sprotnar af hlýleik til frv. Hann skildi mig svo sem eg hefði sagt við 1. umr. frv., að litbúnaður skipa við Faxaflóa væri lakari en útbúnaður erlendra skipa. Eg hefði ef til vill getað sagt það með nokkrum rökum, en svo var nú samt ekki. Hitt sagði eg — og hafði það eftir skýrslu landlœknis — að útbúnaður á skipum hér við land væri yfirleitt verri en erlendis. Og þessi lög eru ekki eingöngu ætluð fyrir skip, sem gerð eru út hér við Faxaflóa, heldur fyrir öll íslenzk skip hér við land. Það var líka skoðun skoðunarmanns þess, er eg hafði tal af, að útbúnaður á íslenzkum skipum væri yfirleitt verri en erlendum, sérstaklega frönskum. Það sannar líka ósköp lítið mál hv. þm., þótt einhverntíma, fyrir mörgum árum hafi verið keyptir hér til lands, beztu kútterar Englendinga. Þeir geta verið orðnir fúnir og ónýtir nú. Eg er ekki viðbúinn að svara því, sem hann sagði um mannskaðamuninn, hvort það sé rétt hermt. Hann rökstuddi það heldur ekki neitt — sló því bara fram — en landlæknir rökstuddi sitt mál í skýrslunni, er eg hefi umgetið.

En hvað sem um það er, þá getum við allir verið sammála um það, að manntjónið hér við land er alt of mikið. Raunar er það talsvert af náttúrunnar völdum, en það er full ástæða til að ætla, án tillits til alls flokksfylgis, að það hafi miklu ráðið um mörg slys, að ekki hefir verið gætt eins útbúnaðs skip- anna og mátti.

Þegar eg nú hefi svarað hinum almennu athugasemdum hv. þm., skal eg víkja að hinum sérstöku athugasemdum við frv. sjálft.

Hv. þm. áleit heppilegra að skoðun skipanna færi fram á þeim stað, sem þau legðu út frá. Þetta virtist nefndinni einmitt mikið lakara, vegna þess, að fremur væri hægt að fara í kringum slíkt ákvæði — eins og líka eru dæmi til að gert hefir verið. í frv. er ákveðinn fastur staður — í kringum það verður ekki farið — en eftir núgildandi lögum er hægt að flytja skipin af einum stað á annan, þar sem ef til vill skoðunarmenn eru óprúttnari. Eg verð því að halda fast við tillögur nefndarinnar í þessu atriði.

Þá spurði hv. þm. að því, hvers vegna væri gerð undantekning með Gullbringusýslu, þannig að hún fengi ekki sérstaka skoðunarmenn. Það er ekki rétt að hún fái ekki skoðunarmenn. Hún á að hafa sérstaka menn til að skoða báta en þilskip þaðan er skoðunarmönnum úr Reykjavík ætlað að skoða, vegna þess, að líkindi eru til að hér sé einmitt völ flestra og beztra skoðunarmanna. Það er náttúrinni, en ekki nefndinni að kenna, að Gullbringusýsla liggur næst Reykjavík, svo að hægast er fyrir skoðunarmenn að ná þangað. Við vildum helzt, að öll skip væru skoðuð í Reykjavík, en því verður nú ekki komið svo fyrir og þá er að sætta sig við það sem til næst.

Þá þótti hv. þm. það ókostur á frv., að þar er tekið fram, að skoðun skyldi fara fram á öllum skipum tómum. Hann vildi aðeins heimila það, að skipin yrðu tæmd, ef skoðunarmenn krefðust þess. En skoðunarmaðurinn, sem eg átti tal við taldi hitt heppilegra, vegna þess hætt væri við, að skoðunarmenn ef til vill kveinkuðu sér við að krefjast þess, að skipin yrðu tæmd, ef ekki væri til hrein lagafyrirskipun um að svo skyldi vera.

Viðvíkjandi fyrirspurn hæstv. ráðherra (H. H.), þá skal eg geta þess, að við höfum athugað frv. það, sem hann talaði um sérstaklega, en eg er hræddur um, að hæstv. ráðherra hafi ekki athugað það eins vel, því að annars mundi hann hafa séð, að það kemur þessu máli ekki við, enda haggar það í engu við núgildandi skipaskoðunarlögum, sem frv. vort á að koma í staðinn fyrir.

Þá þykist eg hafa svarað athugasemdum þeim við frv., sem fram hafa komið. Eg er hv. þm. Vestm. (J. M.) þakklátur fyrir þær og nefndin mun athuga þær til 3. umr. og gera brtill. þar að lútandi, ef henni virðist þörf á.