31.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

17. mál, eftirlit með þilskipum

Framsm. (Lárus H. Bjarnason):

Það er ánægjulegt að heyra hæstv. ráðherra (H. H.) og hv. þm. Vestm. (J. M.) segja að þeir vilji þessu frv. vel. Annars eru aðfinningar þær, sem hafa komið við frv. smámunir einir, eins og háttv. þm. Vestm. (J. M.) hefir kannast við. Fyrir mér er þetta ekkert kappsmál, eg get engan hagnað haft af því að frv. nái fram að ganga. En það leikur grunur á því að betur megi skoða heldur en hingað til hefir verið gert, og að slæm skoðun valdi því að margur á nú um sárt að binda.