03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

17. mál, eftirlit með þilskipum

Bjarni Jónsson:

Það er að eins örstutt athugasemd út af því sem síðast var sagt. Maður á það engan veginn víst, hvort samvizkusemi er meiri þar sem skip er gert út eða þar sem það hefir vetrarlegu. Líklega er ekki hægara að hafa áhrif á menn, sem eiga heima í fjarlægð. Annars hygg eg að ekki þurfi að sníða lögin eftir samvizkusemi skoðunarmanna. Ekki hægt að segja fyrirfram hvar samvizkusemi er að finna og hvar ekki.

Viðvíkjandi þessu ákvæði um Gullbringu- og Kjósarsýslu skal eg geta þess, að það er ekki rétt að engin útgerð sé í Borgarfjarðarsýlu. Á Akranesi eru gerðir út vélarbátar, og gætu skoðunarmenn úr Reykjavík eins vel náð til að skoða þar eins og í Hafnarfirði. Auk þess eru vélarbátar gerðir út frá Borgarnesi, hafðir til fólksflutninga og annars, og ætla mætti að þessi útgerð á Akranesi og annarstaðar í Borgarfjarðarsýslu gæti aukist með tímanum.