19.08.1912
Efri deild: 28. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

2. mál, eftirlit með þilskipum

Frsm. Ágúst Flygenring:

Við erum nýbúnir að samþ. lög um það, að fella þau lög úr gildi, sem breytingin, er hjer liggur fyrir, á við, og vildi jeg því mælast til, að málið væri tekið út af dagskrá.

Fram kom svohljóðandi rökstudd dagsskrá frá Ágúst Flygenring:

„Með því að frumv. þetta í aðalatriðum er tekið upp í frumv. til laga um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra, tekur deildin fyrir næsta mál á dagsskrá.“

Forseti áleit það eðlilegt, að málið væri tekið út af dagsskrá, og bar það undir atkv. deildarinnar, hvort gjöra skyldi.

Hin rökstudda dagsskrá var samþykt með öllum atkvæðum.