30.07.1912
Efri deild: 12. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

4. mál, breyting á alþingistíma

Steingrímur Jónsson:

Það er aðeins eitt atriði, sem jeg vildi í þetta sinni minnast á; áður hef jeg sagt mína skoðun á máli þessu. Það virðist ekki vera veigamikil ástæða, þar sem því er haldið fram, að háskólakensla geti ekki farið fram samhliða alþingishaldi, við getum ekkert sagt um það enn þá, reynsluna vantar; og er jeg satt að segja á þeirri skoðun, að ekki yrði sú truflun hjer í húsinu og hávaði af alþingi, að kensla gæti ekki farið fram niðri í stofunum. En jeg hjelt því fram 1911 og stend við það enn, að nægilegt húsrúm sje bæði fyrir alþingi og háskólann í þinghúsinu. En eigi önnurhver þessara stofnana að víkja, er það auðvitað háskólinn.

Með því ekki tóku fleiri til máls, var gengið til atkvæða, og var frumvarpsgreinin samþykt með 7 atkv. gegn 4, og fyrirsögnin án atkvæðagreiðslu.

Frumvarpinu vísað til 3, umr. með 7 atkv. gegn 4. (58. 136).

1. umræða á 16. fundi, 5. ágúst (58. 136).