13.08.1912
Efri deild: 23. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (219)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Guðjón Guðlaugsson:

Háttv. frsm., sagði, að það væri hlægilegt, að bjóða Reykvíkingum þessa 1. kr. hækkun á dag, en í nefndinni kvartaði hann þó undan því, að þessi hækkun væri sama sem 14 kr. hækkuð útgjöld fyrir þingið daglega eins og það er nú skipað, með því að 14 þm. eru nú búsettir í Reykjavík, en ef landssjóð munar um hækkunina, þá getur það eins dregið sig saman fyrir einstaka þm., þótt lítið sje; fyrir þá upphæð geta þeir fengið sjer góðan skrifara í 1—2 tíma til að ljetta undir með sjer störfum sínum.

Það er líka miklu skemtilegra, að hafa sama fast þingfararkaup.