24.08.1912
Efri deild: 36. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Ágúst Flygenring:

Jeg vildi með örfáum orðum lýsa skoðun minni á máli þessu. Hún er hin sama og kemur fram í nefndaráliti milliþinganefndarinnar, að ef það eigi að koma máli þessu í skynsamlegt horf, þá sje ekkert annað ráð, en að semja fyrir lengri tíma, en aftur sje ekkert vit í að ætla sjer að gera það fyrir eitt einasta ár, því maður verður að vera búinn að koma svo ár sinni fyrir borðr áður en öðrum yrði bannaður innflutningur, að ekki yrði til tjóns þeim, er þessa vöru mest nota, með því að hana vantaði, heldur yrði varan fáanleg á hverri höfn, þar sem nokkur viðskifti að ráði eru með vöruna,

Þetta hefir D. D. P. A. tekizt, en því hefur ekki tekizt það á einu ári, heldur hefur það tekið mörg ár.

þess að breyta frumvarpinu þannig, að það geti orðið að liði. Jeg þykist vita, að frv. þetta, eins og það er nú, verði ekki samþykt hjer í deildinni, enda verð jeg að álíta, að það hafi verið nóg gert að því hjer, að samþykkja ómöguleg frumvörp vegna tímanaumleika, þó að hjer verði ekki bætt við. En jeg tel sjálfsagt, að frumv. þetta verði látið ganga til 2. umræðu og þá bætt svo, að líklegt sje, að það verði að liði, enda verð jeg að álíta, að ekki ætti að ljúka þingi þessu, fyr en í þessu máli hafa verið fundin þau úrræði, er að liði mega verða.