24.08.1912
Efri deild: 36. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (272)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Jón Jónatansson:

Jeg vil aðeins taka það fram, að jeg get ekki fallizt á, að það sje nein ástæða til að fella frumv. fyrir það, þó þingsályktunartill. hafi verið samþ. Það er yfir höfuð engin ástæða til þess, að fella frumv. frá 2. umr. Hið eina rjetta er, að láta breyt.till. fá að koma til umr. og sjá, hvaða afdrif hún fær; jeg vænti þess því, að háttv. deild vilji lofa frumv. að ganga til 2. umr., svo tækifæri gefist til að reyna að breyta því til bóta, svo við megi una; takist það, er enn hægt að afgreiða málið, þótt tíminn sje stuttur.