21.08.1912
Efri deild: 31. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (28)

5. mál, eftirlit með skipum og bátum

Ágúst Flygenring (framsögumaður):

Jeg vil að eins taka það fram, að í 1. gr. frv. þessa, er vitnað í 75. gr. siglingalaganna, sem nú liggja hjer í háttv. deild, og sem ekki eru líkindi til að nái fram að ganga, með því að svo langt er liðið á þingtímann, en jeg hygg, að þó þetta „citat“ standi óbreytt, þá hafi þetta lítið að segja, enda má búast við, að háttv. neðri deild muni breyta frumv. að einhverju leyti, og getur hún þá, ef ástæða sýnist til, lagfært þetta og miðað við tilætlunina, nfl. ákvæði 75. gr.

Annars hygg jeg, að þó frumv. yrði sþ., eins og það er nú, þá mætti „praktísera“ þetta ákvæði, um vistráðning háseta, eftir anda 75. gr. siglingalaganna, þar til þau ná fram að ganga; það yrði farið eftir þeim ákvæðum, sem lög þessi á öðrum stað gera ráð fyrir, sem sje að lögskráningarskyldan nái til 15 tonna skipa og sje að öðru leyti bundin við það, að skipshöfnin hafi fast aðsetur um borð.

Frumv. samþ. með öllum atkv. og afgreitt til neðri deildar.

Ein umr. á 37. fundi, 26. ágúst (414 og 415).