16.08.1912
Efri deild: 26. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

19. mál, verðtollur

Björn Þorláksson:

Það eru að eins örfá orð, sem jeg ætla að segja. Það er að mínu áliti nauðsynlegt, að hreinsa eitthvað til. Og mjer finst þetta mál þannig vaxið, að fáir eða engir mundu geta samþykt það án margra og mikilvægra breytinga, sem enginn tími verður til að gera. Við höfum nú þegar setið á þinginu í 5 vikur, og eftir er að eins ein vika, og enn liggja fyrir allmörg frv. líks eðlis og þetta, sem jeg tel miklu hagfeldari, og þótt þetta frv. fjelli, hygg jeg, að með einhverju þeirra mætti bæta úr brýnustu þörf landssjóðsins. Jeg mun greiða atkv. með dagsskránni rökstuddu.