16.08.1912
Efri deild: 26. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (313)

101. mál, unglingaskólinn á Ísafirði

Eiríkur Briem:

Jeg hef ekkert að athuga við efni þessa frumv. Tel það sanngjarnt, að með reglugerð fyrir skólann sje gefin vissa fyrir því, að þeir, sem taki þaðan fullnaðarpróf, hafi nægilega þekkingu til þess að ganga próflaust inn í 2. bekk gagnfræðaskólanna. En mundi ekki vera hægt, að fá þessu framgengt án laga, bara með ákvæðum ráðherra? Jeg vil skjóta því til háttv. flutningsmanns, hvort hann hefur athugað það. Jeg sje ekki ástæðu til að fara að setja lög um það, sem getur náð fram að ganga án þess.