17.08.1912
Efri deild: 27. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

101. mál, unglingaskólinn á Ísafirði

Sigurður Stefánsson flutningsm.:

Eins og jeg gerði ráð fyrir við 1. umr., hef jeg nú átt tal við hæstv. ráðherra um þetta mál og spurt hann hvort það gæti og mætti fara umboðsleiðina. Hann tók vel í málið og tjáði mjer, að engin fyrirstaða væri á, að það færi þá leið, og kvað stjórnarráðið telja sig hafa heimild til að ákveða það, sem frumvarpið fer fram á, án sjerstaks lagaboðs. Jeg leyfi mjer því að leggja til, að málinu sje vísað til stjórnarinnar samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar og 52. gr. þingskapanna.