24.08.1912
Efri deild: 35. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Stgr. Jónsson frsm.meirihl.:

Mjer var ekki ókunnugt um þetta, sem hæstv. ráðherra tók fram. Jeg átti símtal við biskup og skoraði á hann, að láta ástæður sínar í ljósi fyrir þinginu, og það gat hann vel gert annaðhvort með brjefi eða með símskeyti til þingsins. En það hefur hann ekki gert, og jeg tel það vitni þess, að hann hafi ekki talið þörf á að flýta málinu. Hjer liggja engin gögn fyrir frá hinum.

Að síðustu vil jeg taka það fram að nýju, að mjer finst það hrein og bein óhæfa, að selja jörðina án þess, að álits sýslunefndar sje leitað áður. Ef hjer á að fara öðru vísi að, en lög ætlast til, er það óverðskuldaður snoppungur á hlutaðeigandi sýslunefnd, og áfellisdómur kveðinn upp yfir gerðum hennar, að órannsökuðu máli, og yfir ástæðum hennar til gerða sinna í þessu efni.