22.08.1912
Efri deild: 32. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

18. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Steingrímur Jónsson:

Jeg hef að eins örfáum orðum að bæta við það, sem háttv. kgk. þm. hefur sagt; jeg er honum alveg samdóma um, að þetta frumv. sje í alla staði ósanngjarnt. Mjer finst það t. d. nokkuð hart, að frumv. skuli vera einungis til stórhagnaðar fyrir embættismenn. En fullkomin refsing á þá hina aðra, sem ekki eru embættismenn. Það sjá allir, hversu órjettlátt það er, að maður, sem verið hefur embættismaður og hefur þar af leiðandi fullan rjett til eftirlauna af sínu fyrra embætti, skuli hafa þessar 1.000 kr. sem nokkurs konar uppbót. En t d. atvinnurekandi, sem engan eftirlaunarjett hefur, verður að sætta sig við þessar einu 1.000 kr.