24.08.1912
Efri deild: 34. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

18. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Jósef Björnsson:

Eins og þetta frv. er, tel jeg ekki æskilegt, að það verði óbreytt að lögum.

Nefndin, sem mál þetta hafði til meðferðar hjer í deildinni, var ekki sammála um frv. Jeg var sá eini af nefndinni, sem lagði til, að það yrði samþykt óbreytt, þótt mjer líkaði það ekki, og með því móti gat það náð fram að ganga.

En nú komst við 2. umr. málsins inn breytingartillaga, sem leiðir það af sjer, að það þyrfti að gera frekari breytingar, ef frumv. ætti að vera ótvírætt og geta heitið frambærilegt.

Þess vegna óska jeg þess, fyrir hönd nefndarinnar, að háttv. forseti vildi taka það út af dagsskrá.