10.08.1912
Efri deild: 21. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

71. mál, kolatollur

Ráðherra:

Mótmæli útlendu sendiherranna voru ekki einkaástæða mín fyrir því, að frumvarpi þessu væri vísað til nefndar, en hitt þykir mjer ekki nema rjett, að ef nefnd verður sett í málið, þá athugi hún einnig það atriði. Annars er jeg sammála háttv. 2. þingm. Árn., að frv. þetta gæti orðið síðasta tilraun þingsins í skattamálunum, ef alt annað fer í mola, og einmitt þess vegna álit jeg hagkvæmt, að frv. sje geymt í nefnd nú fyrst um sinn.

0414-02-0376

Var síðan gengið til atkv., og var

Frumv. vísað til 2. umr. með 12 samhljóða atkv., en felt að vísa því til nefndarinnar í málinu um árgjald af verzlun og viðskiftum við útlönd með 7 atkv. gegn 6.

2. umr. í Ed., á 23. fundi, 13. ágúst (169, 220).