14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

71. mál, kolatollur

Sigurður Eggerz (flm.):

Jeg sje ekki neina ástæðu til að taka málið út af dagsskrá í dag, og sje ekki, að skattamálunum sje stofnað í neina hættu með því. Ef það fer hjeðan til neðri deildar í dag, getur hún valið á milli frumvarpanna, svo að það er gott, að hún hafi bæði frumv. til athugunar í einu. Jeg sem flutnm. málsins óska þess, að það sje ekki tekið út af dagsskrá.