14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (431)

71. mál, kolatollur

Forseti:

Eftir 41. gr. þingskapanna get jeg tekið málið út af dagsskrá. En þar sem engin rödd kom fram gegn því í gær, að málið væri sett á dagsskrá, hefði verið rjettast, að ræða það í dag, ef skoðanirnar á því, hvort umr. skyldi fram fara í dag, væru ekki svo tvískiftar, sem raun hefur á orðið. Þess vegna tek jeg það ráð, að bera það undir deildina, hvort taka skuli málið út af dagsskrá.

Forseti bar síðan undir atkv., hvort taka skyldi málið út af dagsskrá, og var það samþ. með 7 atkv. gegn 5.

Málið tekið út af dagsskrá.

3. umr. í Ed. á 28. fundi, 19. ágúst (169, 256).