08.08.1912
Efri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

68. mál, meðferð fjárkláðans

Sigurður Eggerz:

Jeg hef tekið það fram áður í umræðum þessa máls, að fyrirvari minn snerti aðallega þingsályktunartillögu nefndarinnar, er hjer liggur fyrir til umræðu.

Mjer virtist hún ekki nægilega glögg mynd af vilja nefndarinnar í þessu máli.

Í 2. lið tillögunnar, eins og hún upphaflega var orðuð, virtist mjer liggja ofmikið aðhald að stjórninni um, að koma með tillögur um ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum fyrir næsta þing, því meining nefndarinnar var, að það yrði því að eins gert, að skoðunin leiddi í ljós, að virkileg nauðsyn væri til þess.

Nú hefur nefndin breytt 2. lið till. á þann hátt, að jeg er honum nú samþykkur og fellur því fyrirvari minn burt um þetta atriði.

1. lið þingsályktunartillögunnar virðist mjer aftur á móti ofaukið. Ekki af því, að jeg sje því mótfallinn, að stjórnin beiti lögunum frá 8. nóv. 1901, heldur af því mjer virðist óviðfeldið, að skora á stjórnina í þingsályktunartillögu, að beita gildandi lögum. Tel nægilegt, að henni væri gefin bending um það í nefndarálitinu og framsögunui.

Þetta gæti að einu leyti haft rjetta þýðingu, Ef stjórninni t. d. bærust bráðlega fregnir um það, að fjárkláða hefði orðið vart svo og svo víða um land alt, og hún þaraf leiðandi væri fastráðin í að leggja fyrir næsta alþing tillögur um 2 útrýmingarbaðanir, þá virðist mjer hart, að hún væri bundin við að beita lögunum frá 1901, því í, því tilfelli væri væntanlega rjettast, að bíða þangað til, að algerð útrýmingartilraun færi fram.