09.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (532)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Framsögumaður (Jón Magnússon); Eg þóttist hafa tekið það nógu skýrt fram, fyr í dag, við umræðurnar, það sem hv. form. nefndarinnar sagði, en mér hefir þó gleymst að svara hv. þm. A.-Sk. (Þ. J.) um það, hvenær símalagning 2. flokks línanna yrði lokið. Landsímastjóri sagði, að þeim mundi verða lokið svo fljótt, sem starfskraftar símans og ýmis atvik leyfðu. Til dæmis að leggja ekki mikið síma þau ár, sem efni er dýrt, af því að það eru oft áraskifti á verði efnisins. Landsímastjóri gerði ráð fyrir að lagning 2. flokks lína yrði lokið, í lengsta lagi, á þrem árum og að þá yrði byrjað að leggja 3. flokks línurnar. Stöðvarþjónustuna var gert ráð fyrir að sveitarfélögin kosti.