09.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (534)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jóhannes Jóhannesson:

Eg vildi að eins geta þess, að þótt Vestur-Skaftfellingar eigi langt til stöðvar í Vík, þá er það þó tilfellið að þeim sparast mikið meira ómak við að leita þangað til símtala, heldur en að þurfa nú að fara alla leið til Garðsauka. Annars finst mér það ekki svo mjög geypilegt, þó að þeir legðu til 4.000 kr. Mér finst það að vísu mjög óeðlilegt að lína frá Reykjavík til Ölfusár skuli vera í 1. flokki, það hefði hún aldrei átt að vera, enda ættu hvergi að vera 1. flokks línur nema þar sem nauðsyn krefur, og ættu þær þá að geta borið sig sjálfar. Eg vildi ítreka það, að ef br.till. háttv. 2. þm. Rang. (E. P.) yrði samþykt, þá mundi það baka landssjóði svo mikil útgjöld fram yfir það sem nú er.