09.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Einar Jónsson:

Eg skal lofa því hátíðlega, að tefja ekki umræðurnar.

Eg stend nú eiginlega ekki upp til að gera grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli, þar sem eg, eins og eg get ætlast til að allir þingmenn aðrir, séu búnir að mynda sér ákveðna skoðun um málin, eftir að þau hafa legið fyrir í nefndum og á sérstökum þingskjölum við 1. og 2. umr. í alt sumar, heldur til að vita það, að menn eru farnir að leggja það í vana sinn að þreyta deildina með óþörfum umrœðum dag eftir dag, og skal eg hreinskilnislega játa það, að eg beini þessum orðum sérstaklega til hv. þm. Dal. (Bjami Jónsson: Eg þættist hafa unnið þarft verk, ef mér hefði tekist að fæla 1. þm. Rang. (E. J.) út úr þingsalnum, því þangað hefði hann aldrei átt að koma) get verið samþykkur því, en hygg að þá hefði Dalasýsla ekki átt að baka landinu kostnað með allri mælgi síns þingm., en landið sjálft einkum að spara laun þess sama manns sem viðskiftaráðunauts.