02.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

18. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Ráðherrann (H. H.); Eg vildi aðeins segja örfá orð um formatriði. Mér finst það óljóst í þessu frv. eins og í samskonar frv. áður hér í deildinni, hvort ráðherraeftirlaunin eiga að hlýta sömu reglum og almenn eftirlaun. Eg get t. d. ekki séð á frv. hvort ráðherra á að fá þessar 1.000 kr. sem aukagetu, eða viðbót við laun sín ef hann tekur við öðru embætti eftir að hann hefir verið ráðherra. Þetta finst mér þurfa að koma skýrara fram, því að það gæti ella valdið vafa.