02.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

18. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Jón Magnússon:

Það var ekki nema örlítið, sem eg vildi segja. Mér heyrðist hv. framsm. (L. H. B.) segja eitthvað í þá átt, að við, sem erum á móti þessu frv., séum eitthvað að líta á okkar hag í þessu. (Lárus H. Bjarnason: Það hefi eg aldrei sagt). — Jæja, það hefir þá verið misskilningur, en það ætti að vera ljóst, að við tveir t. d., hv. framsm. og eg, fengjum einmitt hærri eftirlaun samkv. þessu frv., ef við yrðum ráðherrar, en svo margir aðrir, því ef það yrði að lögum, þá fengi þeir menn, sem í embættum hafa setið, miklu hœrri ráðherraeftirlaun en aðrir, og það þótt þeir hefðu ekki setið nema eitt ár í ráðherrasæti. Þetta frv. hefir því aðallega þýðingu fyrir embættislaus ráðherraefni. Eg bið sem sagt afsökunar á því, ef eg hefi skilið skakt orð eða anda hins hv. þm., en þar fyrir þori eg vel að vera á móti frv., og það nú þegar við 2. umr.