08.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

18. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Valtýr Guðmundsson:

Út af þeirri athugasemd hv. þm. Dal. (B. J.) að fást myndu nógu margir menn til að sækja um ráðherraembættið, þó engin væru eftirlaun, vildi eg leyfa mér að segja fáein orð Eg get nú hugsað mér að þeir menn fyndust, en hvort það væri hagur fyrir landið, er annað mál. Það eru til dæmi þess, að menn hafa sótt um embætti og fengið, þó þeir væru gersamlega óhæfir til að gegna stöðunni, og má því til sönnunar benda á viðskiftaráðunautsstöðuna. (Bjarni Jónsson: Það er líka öllum vitanlegt, að kennarinn í Íslandssögu við Kaupmannahafnarháskóla er alveg ófær um að gegna þeirri stöðu.) Hann hefir hvað eftir annað kallað mig útlending. Eg vildi nú leyfa mér að gera þá fyrirspum til hæstv. ráðh. (H. H.), hvort það sé samkvæmt erindisbréfi hans, að hann sitji hér uppi á Íslandi, eða hvort hann eigi ekki að láta vita hvar hann er að hitta, þegar hann er erlendis. (Forseti: Þetta er ekki til umr. og eg get ekki leyft frekari umræður um það). Í vetur sat hann í Kaupmannahöfn í fleiri mánuði án þess að auglýsa hvar hann væri að finna.