12.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

19. mál, verðtollur

Framsögum. meiri hl. (Pétur Jónsson):

Af því tíminn er nú orðinn svo naumur þá skal eg ekki tefja hann nema örstutta stund. Eg get ekki verið hv. þm. Ak. (G. G.) samdóma um að tolleftirlitið sé framkvæmanlegra á þann hátt sem hann hélt fram. Honum fundust ákvæðin um vörumat og löggilding umboðsmanna ófullnægjandi; eg get ekki sagt um fyrir nefndarinnar hönd, hvernig hún tekur þessum og ýmsum bendingum sem fram hafa komið, en eg vil geta þess, að nefndin er þakklát fyrir allar bendingar og tillögur sem miða að því að bæta frumvarpið. Ekki get eg heldur sagt fyrir nefndarinnar hönd, hvað hún gerir úr brtill. þeim, sem fram hafa komið við þessa umr.