21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (740)

23. mál, stjórnarskrármálið

Tryggvi Bjarnason:

Eg ætlaði mér ekki að standa upp og skal heldur ekki halda langa ræðu. Eg vildi að eins leyfa mér að leiðrétta nokkur orð, sem féllu hjá háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) í sambandi við sambandsmálið.

Hann blandaði okkur þingmönnum Húnvetninga inn í ræðu sína og sagði að við hefðum lofað á þingmálafundum að gera okkar til að sambandsmálið yrði ekki tekið fyrir á þessu þingi. Það er satt, að það átti að knýja frarn loforð af okkur til þess, og meira að segja, það átti að fá okkur til á einum fundi að lofa því, að sambandsmálið yrði ekki tekið fyrir á þessu þingi, en við bent­um á, hvað það væri barnalegt að ætla okkur að lofa slíku. Það eina sem við lofuðum var, að stuðla að því með at­kvæði okkar, að það yrði ekki afgreitt fyr en búið væri að bera það undir atkvæði þjóðarinnar. Öðru eða meiru lofuðum við ekki.

Það var að eins þetta, sem eg vildi leiðrétta.